miðvikudagur, 23. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Langt komnir með kolmunnakvótann

8. apríl 2014 kl. 09:00

Kolmunnaveiðar. (Mynd: Hlynur Ársælsson).

Norðmenn hafa veitt 290.000 tonn af kolmunna í ár.

Kolmunnaveiðar Norðmanna hafa gengið vel upp á síðkastið. Í síðustu viku tilkynntu norsku skipin um 56.000 tonna afla og voru þá komin með um 290.000 tonn það sem af er vertíðinni. Þetta eru 75% af heildarkvóta Noregs sem er 387.000 tonn í ár.

Veiðarnar hafa farið fram á svæðinu frá norðurkantinum á Porcupine banka að eyjunni Sánti Kildu, að því er fram kemur á vef norska síldarsölusamlagsins. 

Norðmenn geta veitt í írsku lögsögunni samkvæmt samningi við ESB, gagnstætt við Íslendinga, og færðu norsku skipin sig þangað eftir að botninn datt úr veiðunum á alþjóðlega svæðinu.