miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Leggur til algjört þorskveiðibann við Færeyjar

6. júní 2008 kl. 15:16

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) leggur til að engar þorskveiðar verði leyfðar á færeyska landgrunninu á árinu 2009.

Ráðið metur það svo að þorskstofninn við Færeyjar hafi aldrei verið eins lítill og nú.

Fram kemur í áliti ráðsins að sókn í þorskstofninn sé svo mikil að hann nái ekki að endurnýja sig þrátt fyrir hagstæð umhverfisskilyrði. Stærð allra árganga frá 2001 sé aðeins þriðjungur af langtímameðaltali. Hvatt er til þess að gerð verði áætlun um enduruppbyggingu stofnsins.

Þá kemur fram að ekki hafi tekist að meta stærð þorskstofnsins á Færeyjabanka, en tölur úr togmælingum bendi til þess að stofninn sé í slæmu ástandi enda hafi veiðin minnkað síðustu árin samfara auknum sóknarþunga.   Færeyska útvarpið skýrir frá þessu í dag.