laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Leiðréttingar eða hártoganir?

12. janúar 2016 kl. 10:42

Frá Moskvu.

Utanríkisráðuneytið og formaður SFS skiptast á athugasemdum vegna Rússabannsins.

Á vef utanríkisráðuneytisins segir að ráðuneytið telji ástæðu til að minna á nokkrar staðreyndir um þvingunaraðgerðir og Rússland vegna fullyrðinga formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í umræðuþættinum   Í vikulokin á RÚV laugardaginn 9. janúar sl. Athugasemdir ráðuneytisins eru síðan raktar í alllöngu máli. 

Jens Garðar Helgason, formaður SFS, hefur svarað þessum athugasemdum á vef samtakanna og segir þær byggja að mörgu leyti á hártogunum og málkrókum. Hann kveðst standa við sín orð í grundvallaratriðum. 

Yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins í heild má lesa HÉR.

Og athugasemd formanns SFS er HÉR.