fimmtudagur, 12. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lengdarháð brottkast lítið 2012

14. nóvember 2013 kl. 09:00

Ýsa og koli í dragnótarafla (Mynd: Einar Ásgeirsson).

Brottkast hefur minnkað frá því mælingar hófust fyrir rúmum áratug.

Lengdarháð brottkast á árinu 2012 var lítið, eða 0-0,71% af lönduðum afla, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

 Heildarbrottkast þorsks var 0,41% af lönduðum afla og heildarbrottkast ýsu 0,08%. Brottkast hefur minnkað frá því mælingar hófust fyrir rúmum áratug. 

Árlegar mælingar á brottkasti í fiskveiðum hér við land hófust árið 2001. Mælingarnar hafa farið fram á vegum Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu. Skýrsla um niðurstöður úr mælingum á brottkasti árið 2012 liggur nú fyrir.

Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum og skýrslu um brottkast 2012 á vef Hafrannsóknastofnunar.