miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lengri frestur til makrílveiða

19. ágúst 2011 kl. 15:08

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Þurfa að landa 50% af úthlutun fyrir 26. ágúst

Sjávarútvegsráðherra undirritaði í dag reglugerð sem lengir þann frest sem handhafar veiðileyfa í makríl hafa til veiðanna. Samkvæmt eldri reglu var veiðileyfi til makrílveiða bundið því skilyrði að skip hefði landað a.m.k. 50% af upphafsúthlutun þann 20. ágúst 2011 en nú hefur sá frestur verið framlengdur til 26. ágúst.

Fyrr í þessum mánuði var úthlutað í flokki skipa án vinnslu heimildum af skipum sem ekki höfðu náð að veiða 20% heimilda í makríl fyrir lok júlí. Tæp 2 þúsund tonn komu þannig til endurúthlutunar innan flokksins og skiptust þau á 35 skip sem eftir voru.