mánudagur, 30. mars 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lítið veitt af úthafskarfa í sumar

17. júlí 2008 kl. 11:36

Úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg voru með lakasta móti í sumar, að því er segir á vef Fiskistofu. Í síðasta mánuði var 3.187 tonnum af úthafskarfa af Reykjaneshrygg landað. Alls hefur 5.580 tonnum verið landað á þessari vertíð, en á sama tíma í fyrra var búið að landa 18.824 tonnum af úthafskarfa af Reykjaneshrygg.

Í júní lönduðu íslensk skip 24.125 tonnum af norsk-íslenska síldarstofninum. Þar af voru 14.536 tonn úr hafsvæðinu í kringum Jan Mayen og 9.326 úr íslenskri lögsögu.