þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lítil markaðssamkeppni við Norðmenn

1. mars 2012 kl. 13:13

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Íslendingar fá nálægt fjórðungi lægra meðalverð fyrir frystar makrílafurðir en Norðmenn.

Aukin sala á makrílafurðum frá Íslandi á síðasta ári dró ekki úr sölu Norðmanna á hefðbundna markaði nema til Nígeríu. Markaðsverð hækkaði um 41-43% milli ára.

Þetta kemur m.a. fram í upplýsingum sem starfsmenn Iceland Seafood International hafa tekið saman og byggjast á hagtölum um sölu frystra makrílafurða á síðustu tveimur árum annars vegar frá Íslandi og hins vegar frá Noregi.

Þar kemur ennfremur fram að meðalútflutningsverð makríls var 23,5% lægra frá Íslandi en Noregi á síðasta ári eða 1900 bandaríkjadollarar á tonnið samanborið við tæplega 2.500 dollara.

Sjá nánari umfjöllun í Fiskifréttum sem komu út í dag.