föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Of lítil síld í Rússlandi

11. september 2015 kl. 11:00

Norsk-íslensk síld. Mynd Þorgeir Baldursson

Rússnesk skip hvött til að landa í Rússlandi eða Færeyjum

Rússnesk stjórnvöld hafa hvatt rússnesk skip til að landa síld í Færeyjum eða í Rússlandi eftir að viðskiptabann var sett á innflutning á síld og önnur matvælli frá Íslandi.

Færeyska sjónvarpið greinir frá þessu og vitnar í norska blaðið FiskeribladetFiskaren. Þar segir að innflutningsbann á uppsjávarfisk hafi komið verr við rússneska markaðinn en gert var ráð fyrir. Því sé mikilvægt að rússnesk skip, sem veiða síld í Atlantshafinu, landi afla sínum í Rússlandi eða í löndum ein og Færeyjum sem ekki hefur verið sett viðskiptabann á. Reyndar hafa rússnesku skipin verið dugleg að fara með síldina til Rússlands í sumar vegna þess að fiskverð er þar hagstætt um þessar mundir. Hins vegar segja rússneskir útgerðarmenn að ekki sé tryggt að þeir landi heima fyrir í framtíðinni. Það velti á styrk rúblunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Rússnesk yfirvöld vænta þess að rússnesk skip nái að veiða það sem Rússar hafa hingað til keypt frá Íslandi. Fram til 1. júlí í ár, eða þar til innflutningsbannið var sett á Ísland, keyptu Rússar 37.600 tonn af fiskafurðum frá Íslandi sem var 14,4% af öllum fiskinnflutningnum. Í fyrra keyptu Rússar 125 þúsund tonn frá Íslandi og af því voru 66.200 tonn síld segir í frétt FiskeribladetFiskaren.