föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

LÍÚ harmar þreföldun veiðigjalda

19. júní 2012 kl. 17:18

Togveiðar

Segir gjaldtökuna munu hirða meira en allan hagnað útgerðarinnar.

Landssamband íslenskra útvegsmanna harmar þá ákvörðun Alþingis að samþykkja lög sem munu þrefalda veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Hækkunin muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir einstök fyrirtæki og byggðarlög, eins og bent hafi verið á í fjölmörgum umsögnum sem bárust atvinnuveganefnd. 

LÍÚ segir að samkvæmt lögunum verði útgerðir skattlagðar vegna hagnaðar óskyldra aðila sem stunda fiskvinnslu. Slík skattlagning standist ekki skilgreiningar á skattlagningu auðlindarentu. Þá gangi skattheimtan of langt hvað varðar mörk skattlagningar og eignaupptöku og brjóti þannig gegn 72. gr. stjórnarskrárinnar. 

,,Þegar veiðigjaldið verður komið að fullu til framkvæmda mun það nema meiru en öllum hagnaði útgerðarinnar. Engin önnur atvinnugrein þarf að standa undir viðlíka skattlagningu. Slík skattlagning skapar engin verðmæti fyrir þjóðarbúið heldur dregur úr getu fyrirtækja til verðmætasköpunar. Veiðigjaldið er komið langt frá hugmyndum um skattlagningu svonefndar auðlindarentu/umframhagnaðar í útgerð,“ segir m.a. í ályktun LÍÚ. 

Sjá ályktunina í heild á vef LÍÚ