mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

LÍÚ: Óráð að halda þorskkvótanum svona litlum

2. júlí 2008 kl. 15:00

,,Ég tel það vera óráð að halda þorskkvótanum svona litlum. Það hefði ekki verið tekin nein áhætta með því að leyfa 150-160 þúsund tonna veiði eins og við ráðlögðum í fyrra. Að keyra aflaheimildirnar svona mikið niður hefur mjög slæm áhrif,” segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna í viðtali við Viðskiptablaðið í dag.

,,Á hinn bóginn tel ég að ráðherrann gangi of langt í ákvörðun ýsukvótans. Ýsan í veiðinni er mjög smá og nær hefði verið að fara að veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar varðandi hana. Síðan telja margir að óhætt sé að veiða meiri síld en þarna er ákveðið, en farið verður í leiðangur í haust til þess að kanna síldarstofninn betur,” segir Friðrik.