mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnufrysting gengur vel hjá Síldarvinnslunni

12. febrúar 2013 kl. 09:24

Athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Frysting á Japansmixi hóst um mánaðamótin

Loðnufrysting hefur gengið vel í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar það sem af er vertíðinni. Markaðir fyrir frysta loðnu eru sterkir um þessar mundir og verð há, að því er segir á vef Síldarvinnslunnar.

Um s.l. mánaðamót hófst frysting á svonefndu „Japansmixi“ og áfram er haldið að frysta á Austur-Evrópu. Í höfninni er skip sem lestar 4.000 tonn af frystri loðnu enda er brýnt að losa frystigeymslurnar sem fyllast jafnóðum.