sunnudagur, 15. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnuvinnslan náði í 6.500 af loðnu

3. mars 2017 kl. 13:23

Nýja Hoffellið.

Margfaldar loðnukvóta sinn með þátttöku á skiptimarkaði Fiskistofu

Fiskistofa fékk 993 tonn af þorski í staðinn fyrir 9.477 tonn af loðnu sem boðin voru upp á skiptimarkaði nýlega. Loðnuvinnslan varð hlutskörpust og fékk 6.447 tonn af loðnunni í sinn hlut, að því er farm kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Alls barst 31 tilboð í loðnuna og var 7 tilboðum tekið. Hæsta tilboðið kom frá HB Granda sem keypti 1.500 tonn af loðnu og lét í staðinn 250 tonn af þorski.  

Tekið var þremur boðum frá Loðnuvinnslunni. Hæst boð hennar var 103 tonn af þorski fyrir 1.000 tonn af loðnu.   Lægsta boð Loðnuvinnslunnar, sem tekið var, var rúm 279 tonn af þorski fyrir 3.447 tonn af loðnu.  

Athygli vekur að með þátttöku á skiptimarkaði Fiskistofu margfaldaði Loðnuvinnslan aflaheimildir sínar í loðnu. Fyrir hafði Hoffell SU um 3.900 tonna heimild en nú bætast við um 6.500 tonn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.