mánudagur, 16. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loðnuverksmiðjan Gná í Bolungarvík gjaldþrota

6. október 2008 kl. 10:03

Loðnuverksmiðjan Gná var tekin til gjaldþrotaskipta í síðustu viku að beiðni Frjálsa lífeyrissjóðsins. Var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota. Skiptastjóri er Guðmundur Siemsen.

Verksmiðjan var stofnuð árið 1993 af bræðrunum Einari og Elíasi Jónatanssyni.

Verksmiðjan fór á nauðungaruppboð í febrúar og var þá slegin Glitni og samdægurs seld fyrirtæki í eigu Ómars Benediktssonar í Reykjavík.

Lítil vinnsla hefur verið hjá verksmiðjunni undanfarið og reksturinn erfiður segir Elías Jónatansson í grein í Morgunblaðinu í ágúst s.l. Þar segir hann að hann hafi gegnt stjórnarformennsku í fyrirtækinu þar til hann tók við starfi bæjarstjóra í Bolungavík. Tveir starfsmenn missa vinnuna við gjaldþrotið auk framkvæmdastjórans, Einars Jónatanssonar.

Ríkisútvarpið greindi frá þessu.