laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mælingin langt undir væntingum

21. janúar 2016 kl. 09:00

Síld

Síldarleiðangri á Bjarna Sæmundssyni lokið

Mun minna fannst af íslenskri sumargotssíld en búist var við í nýlegum leiðangri sem farinn var á Bjarna Sæmundssyni til að mæla stofnstærð síldarinnar, að því er Guðmundur Óskarsson leiðangursstjóri sagði í samtali við Fiskifréttir.

Megnið af síldinni er fyrir vestan land sem fyrr en hún er dreifð og virðist ekki vera komin í vetrarástand. Það var helst grynnst í Kolluálnum að einhver merki voru um þéttar og stórar torfur sem minntu á vetrarástand. Heildarmælingin fyrir vestan var allt að helmingi minni en vænta mátti. Guðmundur gat þess að hugsanlega hefði síldin verið það dreifð að ekki hefði náðst utan um mælingu á henni.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.