fimmtudagur, 5. ágúst 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mælist til betri stýringar á Kyrrahafstúnfiskveiðum

18. maí 2016 kl. 10:24

Gæti skapað viðbótartekjur og fleiri störf

Alþjóðabankinn segir að betri stýring á veiðum á túnfiski í Kyrrahafinu geti skilað þjóðum sem sækja í þessar veiðar allt að 344 milljónum dollara í viðbótartekjur á hverju ári og ný störf samhliða þessu fram til ársins 2040 geti verið 15.000 talsins.

 

Alþjóðabankinn er fjármálastofnun á vegum Sameinuðu þjóðanna sem veitir m.a. lán til þróunarlanda.

Í nýrri skýrslu bankans um Kyrrahafstúnfisk segir að þetta sé besta hugsanlega niðurstaðan. Hún verði þó ekki að veruleika nema gripið verði til ráðstafana sem dragi úr ofveiði.

John Virdin, prófessor við Duke háskólann í Norður-Karólínu, er einn af höfundum skýrslunnar. Hann segir afar mikilvægt fyrir þennan heimshluta að veiðarnar verði byggðar á þeim umbótum sem þegar hafa verið gerðar á þessu sviði.