þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makríl landað í erlend móðurskip?

7. júní 2011 kl. 12:25

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Framherji í Færeyjum hefur sótt um leyfi fyrir slíkt skip.

Tvær umsóknir liggja í færeyska sjávarútvegsráðuneytinu um leyfi til þess að taka erlent móðurskip á leigu til þess að taka móti makríl á miðunum við Færeyjar í sumar. Önnur umsóknin er frá Framherja, dótturfyrirtæki Samherja í Færeyjum.

Anfinnur Olsen framkvæmdastjóri Framherja staðfestir í samtali við færeyska útvarpið að félagið hafi sent inn slíka umsókn, en ekki sé endanlega ákveðið hvort gerð verð alvara úr þessum áformum. Það ráðist meðal annars af því hvaða reglur verði settar um skiptingu makrílkvótans en þær liggja ekki enn fyrir ennþá

Hugmynd þessi er fram komin vegna þess að erfiðlega gæti gengið að losna við makrílaflann til frystingar. Færeysku nótaskipin landa öllum sínum makrílafla hjá fiskiðjuverinu í Kollafirði en frystigeta þess sé aðeins 1.050 tonn á sólarhring.

Þess má geta að í fyrra voru færeysku verksmiðjuskipin Póseidon og Aþena notuð til þess að taka á móti makríl á miðunum við Færeyjar og vinna hann. Þau voru hins vegar bæði undir færeysku flaggi og þurftu því ekki nein sérstök leyfi.