sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makríllinn mættur

11. júní 2009 kl. 11:20

þrjú skip að veiðum suðaustur af landinu

Makríllinn, hinn nýi nytjafiskur Íslendinga, er þegar búinn að stimpla sig inn á þessu sumri. Hoffell SU frá Fáskrúðsfirði landaði 1.000 tonna blönduðum afla af makríl og síld fyrir sjómannadag og Huginn VE landaði um 70 tonnum af frystum makríl ásamt rúmlega 200 tonnum af frystri síld fyrir sömu helgi.

Þrjú skip, Aðalsteinn Jónsson SU, Hoffell SU og Huginn VE, voru að veiðum suðaustur af landinu í gær í námunda við lögsögumörkin milli Íslands og Færeyja. ,,Það er sáralítil veiði sem stendur. Við erum að skrapa upp um 10 tonn á togtímann,” sagði Daði Þorsteinsson skipstjóri á Aðalsteini Jónssyni SU þegar Fiskifréttir slógu á þráðinn til hans.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.