laugardagur, 31. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílmet í Peterhead

22. febrúar 2011 kl. 11:00

Makríll

Skosk skip lönduðu makríl fyrir um 5 milljarða íslenskra króna í janúar

Nýtt löndunarmet var sett í Peterhead, fremstu fiskihöfn Skotlands, í janúar síðastliðnum er landað var makríl þar að verðmæti rúmlega 27 milljónir punda, eða 5,1 milljarði ISK.

Þetta er 27% aukning miðað við sama tíma í fyrra en þá var landað makríl fyrir 22 milljónir punda. Aukningin stafar aðallega af mun hærra makrílverði en greitt var í upphafi árs í fyrra.

Í janúar var landað 30.714 tonnum af makríl í Peterhead sem er 5% magnaukning frá því í janúar í fyrra en þá komu 29.240 tonn á land. Makríllinn veiðist um 50 mílur vestur af Lewis. Fjöldi skipa landar reglulega í Peterhead og makrílvinnslur í landi hafa því nóg að gera. Síðasta makrílnum á vertíðinni var svo landaði fyrstu dagana í febrúar.

Nokkur skip frá Peterhead hafa nú snúið sér að síldveiðum. Um miðjan febrúar fengu þau 500 pund fyrir tonnið af síld í Noregi (94.650 ISK) sem er rúmlega tvöföldun á verðinu frá febrúar í fyrra en þá fengu þau 240 pund á tonnið.

Heimild: WorldFishingToday