föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílsamningar náðust ekki

24. október 2013 kl. 18:21

Aðalsamningamaður Íslands er samt enn bjartsýnn á lausn deilunnar.

Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samninganefndar Íslands í makríldeilunni, segir að samningar hafi ekki tekist í samningalotunni sem nú stendur yfir í Lundúnum. Hann segist þó enn vongóður um að samningar takist. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Fyrir fundinn hafði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, sagst vera hóflega bjartsýn á að samningar tækjust. Úr íslenska stjórnkerfinu heyrðust einnig þær raddir að nú væri betra tækifæri til að semja en áður.

Sigurgeir vildi ekkert segja um viðræðurnar sjálfar eða staðfesta hvort Evrópusambandið hefði lagt fram tilboð um að íslendingar fengju 11.9% makrílkvótans eins og búist var við að ESB myndi gera. Hann segist enn bjartsýnn.