sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílveiðar Íslands jafn löglegar og veiðar ESB-ríkja

5. ágúst 2010 kl. 11:23

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að krafa um innflutningsbann á íslenskar sjávarafurðir til ESB-landa vegna makrílveiða okkar væri fráleit, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Samtök fiskframleiðenda og framleiðenda uppsjávarafurða innan Evrópusambandsins hafa óskað eftir því að sett verði innflutningsbann á íslenskar og færeyskar sjávarafurðir vegna þess sem þeir kalla óábyrgar makrílveiðar Íslands og Færeyja.

,,Veiðar Íslendinga á makríl eru ekki síður löglegar en veiðar landa innan Evrópusambandsins og veiðar Norðmanna. Það eru engar lagalegar heimildir eða forsendur fyrir viðskiptaþvingunum af þessu tagi. Ef veiðar okkar á makríl teldust ólögmætar þá væru veiðar ESB og Norðmanna það líka þar sem þeir hafa sett sér kvóta með sama hætti og við og Færeyingar,” segir Friðrik.

 Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.