mánudagur, 30. mars 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílveiðum Færeyinga lokið

27. september 2011 kl. 08:53

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Skráð löndun er 120 þúsund tonn

Makrílveiðum Færeyinga er nú lokið og náðu þeir að veiða makrílkvóta ársins, að því er fram kemur á vef FiskerForum. 27 skip tóku þátt í veiðunum.

Í nýliðinni viku lönduðu skipin Jupiter og Tróndur i Gøtu í Kollafirði síðustu makrílförmunum, annað á miðvikudaginn og hitt á laugardaginn. Stærð makrílsins var um 450 grömm. Þar með lauk makrílvertíðinni og er skráð löndun um 120 þúsund tonn. Nóta- og togskip haf veitt 57 þúsund tonn, kvótinn sem deildist á önnur skip var 41.450 tonn og 21 þúsund tonn var leigt út.