mánudagur, 17. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Makrílviðræðum enn frestað vegna öskufalls

18. maí 2010 kl. 15:05

Samningaviðræðum um framtíðarskipulag makrílveiða hefur enn verið slegið á frest vegna gossins í Eyjafjallajökli.

Viðræðurnar áttu að fara fram í Reykjavík á miðvikudag og fimmtudag í þessari viku.

Ákvörðun um frestun viðræðnanna var tekin í gær þar sem Keflavíkurflugvöllur og fleiri flugvellir í Evrópu voru lokaðir vegna öskufalls frá gosinu.

Þessar viðræður áttu að fara fram í apríl síðastliðnum en var þá einnig frestað vegna þess að askan frá gosinu hindraði flugsamgöngur. Nú reyna málsaðilar; Evrópusambandið, Noregur, Færeyingar og Íslendingar ásamt Rússum, sem senda áheyrnarfulltrúa, að finna nýjan fundartíma og að þessu sinni er líklegt að fundurinn verði haldinn í London.