föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Marel heldur sýningu í Kaupmannahöfn

6. september 2016 kl. 12:00

Frá sýningu Marel í Kaupmannahöfn í fyrra.

Síðast komu 170 gestir frá 17 löndum.

Marel efnir til sýningarinnar Whitefish ShowHow í Kaupmannahöfn hinn 10. nóvember n.k. Þar verða nýjustu tækni- og hugbúnaðarlausnir frá Marel kynntar í raunverulegu vinnsluumhverfi. Samhliða verða gestafyrirlestrar og málstofur um málefni sem varða iðnaðinn. 

Þetta er í annað sinn sem sýningin er haldin en í fyrra komu ríflega 170 gestir frá 17 löndum. Þarna fá þátttakendur tækifæri til þess að hitta aðra forystumenn í hvítfiskiðnaði í heiminum og lagt er upp úr því að skapa áhugaverðan umræðuvettvang.

Viðburðurinn fer fram í Progress Point, sýningarhúsnæði Marel í Kaupmannahöfn. 

Nánar um málið má lesa HÉR