laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Margrét SH seld til Bolungarvíkur

8. apríl 2014 kl. 09:18

Margrét, áður Valgerður BA (Mynd: Alfons Finnsson).

Verður á rækjuveiðum í Ísafjarðardjúpi.

Mýrarholt ehf. í Bolungarvík hefur keypt togbátinn Margréti SH 177 frá Rifi, að því er fram kemur á vefnum bb.is.  Fyrirtækið keypti einnig 12% aflahlutdeild í innfjarðarækju í Ísafjarðardjúpi. Guðmundur Einarsson útgerðarmaður í Bolungarvík á Mýrarholt ásamt Jóni Þorgeiri bróður sínum og sonum þeirra beggja. 

Báturinn verður fyrst og fremst á rækju en Guðmundur segir að seinna komi í ljós hvort að önnur tækifæri opnist, til að mynda með dragnótarveiðar. Rækjukvótinn sem Guðmundur og félagar kaupa var áður á Matthíasi SH sem var á rækjuveiðum í Ísafjarðardjúpi í vetur. 

Báturinn er 64 BT að stærð, smíðaður í Póllandi en fullgerður hjá Ósey í Hafnarfirði árið 1999. Hann hefur áður borið nöfnin Friðrik Bergmann SH, Bára SH og Valgerður BA.