mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Með svo mikinn móral að ég hef ekki farið á sjó síðan“

6. febrúar 2013 kl. 16:00

Ýsa veidd á línu. (Mynd: Alfons Finnsson).

Enn af ýsuvandræðum smábáta í Breiðafirði

 

Ýsuvandræði smábáta í Breiðafirði halda áfram. Í bréfi sem Bárður Guðmundsson, skipstjóri og útgerðarmaður Kristins II SH, sendi Landssambands smábátaeigenda í lok janúar víkur hann að málefninu:

„Ég er búinn að stunda sjósókn hér við Breiðafjörð í all mörg ár. Aldrei nokkurn tíman hef ég orðið var við eins mikla ýsu hér eins og er á slóðinni. Síðast þegar ég var á sjó 22. janúar var skíta kaldi svo ég komst ekki norðurum eins og ég ætlaði að gera. Í stað þess fórum við með landinu í svokallaða Vesturbrún.

Á þessum árstíma á maður að öllu eðlilegu að fá þorsk þar, en skemmst er frá því að segja að við fengum 12 tonn á leguna og var ýsa 8 tonn og þorskur 3,7 tonn. Ég var með svo mikinn móral að ég hef ekki farið á sjó síðan,“ skrifar Bárður.

Sjá nánar http://www.smabatar.is/2013/02/skora-a-raherra.shtml