föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meðalvigt aflans yfir tuttugu kíló

3. apríl 2014 kl. 08:00

Halldór Höskuldsson skipverji á Grimsey ST með rígaþorsk.

Boltaþorskur í dragnót í Húnaflóa

Dragnótabáturinn Grímsey ST fékk 12 tonn í róðri í síðustu viku grunnt í austanverðum Húnaflóa. Allt var þetta stórþoskur, meðalvigt aflans um eða yfir 20 kíló  og sá stærsti vó 41 kíló óslægður.

Það hefur ekki farið framhjá sjómönnum að meira er af stórum þorski í sjónum en áður. Gallinn er hins vegar sá að verðið fyrir stórfiskinn er mun lægra en fyrir smærri fisk. Það var að minnsta kosti raunin þegar afli Grímseyjar ST var seldur á fiskmarkaði.

Sjá nánar frásögn í máli og myndum í nýjustu Fiskifréttum.