laugardagur, 18. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Megum veiða 52 tonn af bláuggatúnfiski 2008

25. mars 2008 kl. 10:56

Samkvæmt nýútgefinni reglugerð mega íslensk skip veiða 51,53 tonn af bláuggatúnfisk á árinu 2008 miðað við afla upp úr sjó. Enginn nýtti sér þessa heimild á síðasta ári. Atlantshafstúnfiskveiðiráðið úthlutar Íslendingum kvótanum.

Ákvæði áðurnefndrar reglugerðar taka til veiða á bláuggatúnfiski á samningssvæði Atlantshafstúnfiskveiðiráðsins (ICCAT), þar með talið hafsvæði utan lögsögu ríkja og enn fremur innan lögsagna þar sem íslensk skip hafa rétt til að veiða samkvæmt samningum eða veiðileyfum þess efnis.

Um er að ræða veiðiheimildir úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks en útbreiðslusvæði hans eru talin ná frá Grænhöfðaeyjum til Noregs. Vestari mörk stofnsins markast við línu sem liggur frá norðri eftir 45°V til suðurs að 10°N. Þaðan liggur markalínan til austurs að 35°V, til suðurs að 0°N, til austurs að 25°V og þaðan suður eftir Atlantshafi.

Sjá reglugerð á vef Fiskistofu.