miðvikudagur, 11. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meira veiðist af grjótkrabba

8. nóvember 2013 kl. 11:49

Bergur Garðarsson með grjótkrabba.

Hannes Andrésson SH veiddi stærsta grjótkrabba í heiminum

Hannes Andrésson SH hefur verið á tilraunaveiðum á grjótkrabba vestan við land undanfarnar vikur. Meira fannst af krabba en í tilraunaveiðum á svipuðum tíma í fyrra. Skipið stundar nú beinar veiðar á grjótkrabba, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.  

Krabbinn er veiddur í gildrur. Bergur Garðarsson, skipstjóri á Hannesi Andréssyni SH, segir að Faxflóasvæðið hafi komið best út í þessum veiðum. Krabbinn sé víða stór og fallegur. Í eina gildruna fengu þeir stærsta grjótkrabba sem vitað er um að veiðst hafi í heiminum. Skjaldbreiddin var 15,3 sentímetrar og þyngdin nákvæmlega 576,8 grömm. Stærsti grjótkrabbi sem mældur hefur verið við Kanada var 15 sentímetrar.  Grjótkrabbi er ný nytjategund og fannst hann fyrst hér við land fyrir sjö árum. Talið er að hann hafi borist hingað frá Kanada með kjölvatni skipa. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.