þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Meiri verðlækkun á laxi en búist var við

4. júlí 2011 kl. 15:35

Lax

Spár um aukningu laxeldis í Noregi hafa ekki gengið eftir

Í apríl síðastliðnum var verð á laxi vel yfir 40 krónum norskum á kílóið. Á rúmlega tveimur mánuðum hefur verðið farið niður í 29 krónur. Þetta er mun meiri og hraðari verðlækkun en búist var við, að því er fram kemur í frétt á norska vefnum kyst.no.

Norskir markaðsmenn reikna með því að verðið hækki aftur í sumar þegar framboð minnkar en haustið veldur þeim áhyggjum þegar framleiðslan hefst að fullum krafti á ný. Þá hafa spár ekki gengið eftir um 40 þúsund tonna vöxt í útflutningi á laxi frá Noregi á fyrri árshelmingi 2011. Ennfremurgera norskir laxeldismenn ráð fyrir aukinni samkeppni frá Síle og Bretlandi á næstunni.