laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikill meirihluti studdi kaup á sölufélögum

16. ágúst 2019 kl. 10:00

Nafni HB Granda hefur verið breytt í Brim.

Hluthafafundur HB Granda samþykkti í gær, með miklum meirihluta atkvæða, að kaupa þrjú sölufélög Útgerðarfélags Reykjavíkur í Asíu. Greitt var fyrir kaupin með nýjum hlutum í HB Granda. Verðmæti viðskiptanna er um 4,4 milljarðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Verði rekstrarárangur félaganna árin 2019 og 2020 undir áætlunum, mælt í EBITDA, ber seljanda að endurgreiða hluta kaupverðsins. Lækkun kaupverðs er þó að hámarki 35%. Tillagan um kaupin á félögunum var samþykkt með 88,85% afkvæða en 11,15% greiddu atkvæði gegn henni. Fyrir fundinn hafði Gildi lífeyrissjóður tilkynnt að sjóðurinn myndi greiða atkvæði gegn henni.

Þá var tillaga um að breyta nafni HB Granda í Brim einnig samþykkt með rúmlega 90% atkvæða hluthafa. Handhafar 9% hluts skiluðu auðu og 0,05% voru á móti nafnabreytingunni.