föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mikilvægi sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi er óumdeilt

22. september 2015 kl. 10:08

Fiskvinnsla

Framlag greinarinnar til landsframleiðslu var 8,4% á síðasta ári

Mikilvægi sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi er óumdeilt. Framlag fiskveiða og fiskvinnslu til landsframleiðslu var 8,4% á síðasta ári og er greinin ein af stærstu útflutningsgreinum landsins. Þetta kemur fram í greiningu efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins

Heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða var 244 ma.kr. á síðasta ári eða sem nemur fjórðungi af heildarútflutningi þjóðarbúsins. Þá námu bein opinber gjöld sjávarútvegsins alls um 26,4 ma.kr. árið 2013. Á síðasta ári störfuðu ríflega 9.000 manns við fiskveiðar og fiskvinnslu en það jafngildir um 5% af heildarfjölda starfandi á Íslandi.