fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Miklar framkvæmdir við höfnina í Neskaupstað

1. júní 2015 kl. 15:07

Brettaverksmiðja Tandrabergs í byggingu. (Mynd/SVN - Hákon Ernuson)

Brettaverksmiðja, lager- og viðgerðarhús, stækkun fiskiðjuvers og ný netagerð.

Miklar byggingaframkvæmdir eru hafnar eða fyrirhugaðar á hafnarsvæðinu í Neskaupstað. Tandraberg ehf. er að reisa brettasmiðju, Vélaverkstæðið G. Skúlason er að byggja nýtt lager- og viðgerðahús, undirbúningsframkvæmdir við stækkun fiskiðjuvers Síldarvinnslunnar eru hafnar og Fjarðanet hf. áformar að reisa nýja netagerð á hafnarsvæðinu.

Frá þessu er skýrt á vef Síldarvinnslunnar. Nánar um framkvæmdirnar HÉR