fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Milljónasektir fyrir að trufla hvalveiðar

10. ágúst 2015 kl. 11:15

Sea Shepherd truflar grindhvalaveiðar við Færeyjar á dögunum. (Mynd: Sea Shepherd).

Sea Shepherd félagar dæmdir í Færeyjum.

Síðastliðinn föstudag var kveðinn upp í Færeyjum dómur í máli hins opinbera gegn samtökunum Sea Shepherd og liðsmönnum þeirra fyrir að trufla grindhvalaveiðar við eyjarnar. Alls nam sektargreiðslan 200.000 dönskum krónum eða um 4 milljónum íslenskra króna. 

Þar af voru fimm félagar Sea Shepherd dæmdir í samtals 125.000 DKK sektir eða sem svarar 2,5 milljónum íslenskra króna og samtökin sjálf í 75.000 DKK sekt eða jafnvirði 1,5 milljóna ISK. Að auki  var lagt hald á gúmmíbát samtakanna og fjárskiptabúnað. 

Þetta er fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp eftir að færeyska lögþingið herti á reglum um grindhvalaveiðar og hækkaði sektir fyrir brot á þeim.