mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mjölverksmiðja fær nýtt hlutverk

29. janúar 2016 kl. 09:15

Marshallhúsið. Mynd Kristján Maack

Reykjavíkurborg leigir húsið undir starfsemi listamanna og fyrir myndlistarsafn

Gömul fiskimjölsverksmiðja á Grandanum í Reykjavík fær nú nýtt hlutverk. Eigandi hússins, HB Grandi, hefur leigt Reykjavíkurborg húsið til næstu 15 ára fyrir starfsemi myndlistarmanna.

Í húsinu verður aðsetur Nýlistasafnsins og listamannarekna gallerísins Kling og Bang. Einnig verður þar vinnustofa og sýningarrými Ólafs Elíassonar.

Um er að ræða síldarverksmiðjuna sem sameignarfélagið Faxi sf. Hóf að reisa árið 1948 í Örfirisey. Var hún að hluta fjármögnuð með Marshall aðstoð Bandaríkjanna eftir stríð og er nafn hússins því þaðan komið. Verksmiðjan var í  notkun í um hálfa öld en hefur staðið auð undanfarin ár.

Sjá nánar á vef HB Granda.