mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Móttaka fiskmjölsverksmiðja jókst um 45%

1. febrúar 2013 kl. 10:18

Athafnasvæði Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Síldarvinnslan tók á móti þriðjungi hráefnisins

 

Fiskimjölsverksmiðjur landsins fengu töluvert meira hráefni til vinnslu á síðasta ári en árið á undan. Aukningin er um 45%. Munar þar mestu um aukinn loðnuafla. Síldarvinnslan í Neskaupstað er stærsti móttakandinn. Verksmiðjur félagsins tóku á móti um þriðjungi hráefnisins til vinnslu.

Þessar upplýsingar koma fram í samantekt í nýjustu Fiskifréttum. Á árinu 2012 tóku fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi á móti um 708 þúsund tonnum af hráefni til bræðslu. Á árinu 2011 nam móttakan um 487 þúsund tonnum.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.