sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

MSC hótar að draga makrílvottun til baka

23. ágúst 2010 kl. 11:58

Vottunarfyrirtækið Marine Stewardship Council (MSC) hefur hótað að draga umhverfisvottun sína á makrílveiðum til baka ef ekki næst samkomulag um nýtingu makrílstofnsins fyrir lok næsta árs.

Um er að ræða vottun á makrílveiðum Norðmanna, Skota, Hollendinga, Dana og Íra. Jafnframt verður frekari umsóknum sem bíða vottunar vísað frá, þeirra á meðal umsókn Færeyinga. MSC segir að með sama áframhaldi verði veiðarnar ekki lengur sjálfbærar.

Nótaveiðar Norðmanna á makríl á þessu ári eru nýlega hafnar en fara hægt af stað. Þrjú skip tilkynntu um afla síðastliðinn sunnudag eftir vikuleit, frá 100 tonnum og upp í 280 tonn. Aflinn fékkst á 61. breiddargráðu 15 mín norður og 3ju lengdargráðu austur. Makríllinn var 360-390 grömm að þyngd. Makríllinn fékkst á svipuðum slóðum og norskir handfærabátar hafa fengið makríl að undanförnu. Þetta kemur fram á vef samtaka norskra útvegsmanna.