sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

MSC-vottun á makríl afnumin tímabundið

3. apríl 2012 kl. 10:07

MSC umhverfismerkið

Forsendan er sú að veitt hafi verið umfram vísindalega ráðgjöf.

MSC-vottun á makríl úr Norðaustur-Atlantshafi hefur verið dregin til baka tímabundið frá og með mánaðamótunum mars/apríl vegna þess að makrílveiðarnar hafa farið langt fram úr ráðgjöf vísindamanna síðustu tvö árin. Þessi ráðstöfun snertir sjö samtök veiði- og vinnsluaðila í sex löndum, Skotlandi, Írlandi, Hollandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

Viðkomandi framleiðendur mega ekki lengur nota MSC merkið á afurðir sínar að óbreyttu. Í frétt frá MSC er tekið fram að ekki sé verið að svipta þessa aðila vottuninni heldur sé  hún dregin til baka tímabundið þar til alþjóðlegt samkomulag næst um stjórn veiðanna byggt á vísindalegri ráðgjöf.