mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

NASA spáir eins metra hækkun yfirborðs sjávar

27. ágúst 2015 kl. 14:37

Af miðunum úti af Reykjanesi í gær. (Mynd: Vilhjálmur Sigurðsson)

Bráðnun jökla stöðugt hraðari

Yfirborð sjávar mun rísa um allan heim og nýjar rannsóknir NASA, geimferðastofnunar Bandaríkjanna, benda til þess að yfirborðið muni óhjákvæmilega rísa um einn metra á næstu 100 til 200 árum.

 2013 setti loftslagsráð Sameinuðu þjóðanna fram aðvörun um að yfirborð sjávar muni rísa um 0,3 til 0,9 metra á einni öld.

Nýjar rannsóknir NASA byggja á gögnum frá gervihnöttum og sýna fram á að hækkun yfirborðsins verði nær einum metra. Þau sýna stöðuga hröðun á bráðnun jökla á Grænlandi og Norðurheimskautinu og að heimshöfin hlýna hraðar og vaxa að umfangi meira en áður.