sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Netaralli að ljúka: Stefnir í minni afla í ár en í fyrra

18. apríl 2008 kl. 12:22

Það fer að síga á seinni hlutann í netaralli Hafrannsóknastofnunar en gert er ráð fyrir að því ljúki öðru hvoru megin við næstu helgi, að því er Valur Bogason verkefnastjóri sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir. Reiknað er mið minni afla í rallinu í ár en í fyrra en þá veiddist mjög vel.

,,Það er ótímabært að tjá sig um hvernig rallið gekk. Ég hef ekki enn tekið saman þær aflatölur sem liggja fyrir og nokkrir bátar eru enn að veiðum. Ég var sjálfur um borð í Glófaxa VE í köntunum fyrir austan Eyjar. Það gekk ágætlega hjá okkur. Við fengum 64 tonn af þorski en við vorum með 80 tonn á sama svæði í rallinu í fyrra,“ sagði Valur.

Þorskaflinn í Faxaflóa og Breiðafirði var einnig talsvert minni í rallinu í ár en í fyrra. Hugsanlega má rekja það að einhverju leyti til mikils straums en stórstreymt var um miðbik rallsins.