sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Netin bunkuð af rígaþorski

5. apríl 2012 kl. 08:00

Stefán Stefánsson yfirstýrimaður á Erling KE í átökum við bunkuð netin af rígaþorski. (Mynd: Kristinn Benediktsson).

Fiskifréttir í róðri með Erling KE

Það er alls staðar sama sagan. Mokveiði hefur verið á öllum miðum á vertíðarsvæðinu undanfarnar vikur og fiskurinn óvenjustór. Fiskifréttir brugðu sér í róður með netabátnum Erling KE á dögunum og netin voru bunkuð af aulaþorski svo svo erfitt að draga þau inn.

„Staðreyndin er sú að Faxaflóinn er fullur af fiski og ef eitthvað er eykst fiskgengdin ár frá ári. Þannig hefur það verið undanfarin 6-7 ár. Við getum fullyrt að það verður ekki veiðarfærakostnaðurinn sem setur fyrirtækið á hliðina ef eitthvað verður til þess. Við höngum svo á netadruslunum að við grínumst stundum með það að við fáum 5 tonn á teinana þegar allur riðill hefur meira og minna flest af. Þá getur verið erfitt að ná inn endunum á netum þar sem allur riðillinn hangir sem heil lufsa á endanum og er bunkaður af fiski,“ segir Halldór Guðjón Halldórsson skipstjóri.

Sjá frásögn í máli og myndum í páskablaði Fiskifrétta.