miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Neysla omega-3 tvöfaldast á fimm árum

12. ágúst 2011 kl. 14:30

Omega-3 hylki

Vörur sem innihalda fitusýrurnar hollu seljast fyrir 1.500 milljarða króna á ári í heiminum.

Eftirspurn eftir vörum sem hafa að geyma hinar hollu omega-3 fitusýrur hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum enda líður varla sú vika að ekki séu birtar nýjar niðurstöður rannsókna um gagnsemi þeirra fyrir líkamlega og andlega heilsu fólks.

 Könnun sem hið þekkta markaðsrannsóknafyrirtæki Packaged Facts hefur gert leiðir í ljós að 9% viðskiptavina matvöruverslana í Bandaríkjunum kaupa einhverjar fæðutegundir sem innihalda omega-3 fitusýrur í dæmigerðri innkaupaferð. Þá taka 17% fullorðinna Bandaríkjamanna inn lýsisvörur af einhverju tagi samanborið við 8% fyrir fimm árum.

 Áætlað er að neytendur í heiminum verji 13 milljörðum bandaríkjadala eða jafnvirði 1.500 milljarða íslenskra króna til kaupa á vörum sem hafa að geyma omega-3 fitusýrur en þar er um að ræða matvæli (fiskur undanskilinn), drykkjarvörur, heilsu- og fegrunarvörur og gæludýrafóður.

 

Því er spáð að eftirspurnin muni aukast á komandi árum