mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Neytendur kæra sig kollótta

15. júní 2011 kl. 13:36

Fiskborð í stórmarkaði.

Ný rannsókn sýnir að almenningur leggur lítið upp úr umhverfismerkingum sjávararfurða.

Norska rannsóknastofnunin Nofima hefur gert athugun á því hversu mikla athygli neytendur í Bretlandi sýna umhverfismerkingum á sjávarafurðum og hversu mikið þeir leggja upp úr því að kaupa einungis fisk úr stofnum sem nýttir eru á sjálfbæran hátt.

 Niðurstaðan er í stuttu máli sú að neytendurnir eru yfirleitt ekki uppteknir af þessum þáttum. Krafan um sjálfbærni og umhverfismerkingar er ekki knúin fram af neytendum heldur stórmörkuðum og umhverfissamtökum.

 Pirjo Honkanen frá Nofima, sem skýrði frá niðurstöðu rannsóknarinnar á fundi rannsóknasjóðs sjávarútvegs og fiskeldis (FHF) í Noregi í síðustu viku, sagði að stórmarkaðskeðjurnar notuðu kröfuna um sjálfbærni meðvitað í markaðssetningu til þess að þéna peninga.

 Fiskeribladet/Fiskaren skýrir frá þessu.