miðvikudagur, 11. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norðfjarðarhöfn stækkuð

29. nóvember 2013 kl. 13:25

Frá höfninni í Neskaupstað.

Þrengsli í höfninni hafa oft verið til óþæginda með tilheyrandi bið.

Framkvæmdir við stækkun Norðfjarðarhafnar ganga vel og virðast tímaáætlanir ætla að standast í öllum meginatriðum. Þessar framkvæmdir skipta Síldarvinnsluna miklu máli enda hafa stærstu skip átt mjög erfitt með að athafna sig í höfninni til þessa.

Slík skip geta einungis siglt inn í höfnina í blíðviðri og jafnvel þarf björgunarbáturinn Hafbjörg að aðstoða lóðsbátinn Vött við að koma þeim að bryggju. Umferð um höfnina er mikil og má nefna að á árinu 2012 voru skipakomurnar 519 og eru þá smærri bátar ekki taldir með.

Þá hafa þrengsli í höfninni oft verið til óþæginda og ekki er óalgengt að skip þurfi að bíða úti á firði til að komast að.

Sjá nánar á vef Síldarvinnslunnar.