sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Noregur: Þarf hugrakka fjárfesta í þorskeldið

11. ágúst 2010 kl. 11:13

Þorskeldi í Noregi gengur nú í gengum miklar þrengingar. Talið er að æ fleiri þorskeldisstöðvar þurfi að leggja upp laupana í Noregi. Líffræðilegar breytingar í sjónum, samkeppni við villtan fisk og fisk frá Asíu leiðir til milljónataps í greininni, að því er fram kemur í frétt í norska sjónvarpinu.

Fjögur þorskeldisfyrirtæki í Noregi hafa orðið gjaldþrota undanfarin þrjú ár. Í Selje hefur þorskeldisfyrirtækið Atlantic Cod Farms tapað í kringum 90 milljónum NOK á síðustu árum, eða 1,8 milljarði ISK. Reksturinn þar hefur verið í járnum síðustu mánuðina en þó er reiknað með því að árið 2010 skili taprekstri.

Þorskeldismenn í Noregi eru samt bjartsýnir. Þeir benda á að mikla þrautseigju hefði þurfti til að byggja upp laxeldið sem nú malar gull. Þorskeldi muni einnig blómstra í framtíðinni en þeir viðurkenna að til að láta þann draum rætast þurfi þeir að fá hugrakka fjárfesta í lið með sér.