þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norræna velferðarsamfélaginu gefið langt nef

26. nóvember 2012 kl. 10:03

Í aðgerð um borð í togara (Mynd: Þorgeir Baldursson).

Afnámi sjómannaafsláttarins mótmælt.

 

Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands Íslands krefst þess að stjórnvöld hætti við afnám sjómannaafsláttarins og skili sjómönnum þeim sjálfsagða rétti sem þeir hafa notið í meira en 50 ár.

Í greinargerð með ályktuninni segir:  

,,Hjá öllum siðmenntuðum þjóðum þar sem sjómennska er stunduð njóta sjómenn skattalegra hlunninda vegna sérstöðu starfsins. Ísland sker sig algjörlega úr í samanburði við aðrar þjóðir að þessu leyti. 

Norræna velferðarsamfélaginu, sem stjórnmálamenn vísa ósjaldan í sem okkar framtíðarfyrirmyndar, er gefið langt nef, þar sem sjómenn allra Norðurlanda njóta margfaldra hlunninda umfram þau sem verið er að svipta íslenska sjómannastétt.“