þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norrænn fiskimjölsrisi verður til

9. október 2013 kl. 11:50

TripleNine verksmiðja

Árleg velta verður um 60 milljarðar íslenskra króna.

Í síðasta mánuði varð að veruleika samruni danska fiskimjölsfyrirtækisins Triple-Nine og norska fyrirtækisins Koppernæs. Þar með er orðinn til norrænn fiskimjölsrisi með 200.000 tonna árlega framleiðslu á mjöli og lýsi og veltu upp á 60 milljarða íslenskra króna. 

Sameinað fyrirtæki sem fær nafnið Triple-Nine Group AS starfrækir fiskimjölsverksmiðjur í Noregi, Danmörku og Chile og á 50% í norska sölufyrirtækinu Nordsildmel AS. 

Fiskimjölsfyrirtækjum í Danmörku hefur fækkað mikið á liðnum árum og nú eru aðeins þrjú eftir. 

Þess má geta til gamans að nafn fyrirtækisins, Triple-Nine, eða þrisvar sinnum níu, er komið frá fyrsta símanúmerinu sem forveri þess, Andels sildeoliefabrikken, fékk þegar það fyrirtæki var stofnað árið 1948. Þetta sést einnig á merki fyrirtækisins sem er 999.