föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norsk-íslenski síldarkvótinn verði minnkaður um þriðjung

3. október 2013 kl. 12:23

Veiðar á norsk-íslenskri síld austan Íslands. (Mynd: Ingi Ragnarsson)

Alþjóðahafrannsóknaráðið mælir með samtals 418.000 tonna veiði á næsta ári.

Veiðiráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir norsk-íslenska síld er ekki eins jákvæð og fyrir makrílinn. Ráðið leggur til að kvótinn verði skorinn niður um þriðjung miðað við ráðgjöf yfirstandandi árs eða úr 619.000 tonnum í 418.000 tonn. 

Reyndar náðist ekki samkomulag um veiðar úr þessum stofni á þessu ári vegna þess að Færeyingar sættu sig ekki við þá hlutdeild sem þeir hafa haft hingað til. Þar af leiðandi settu veiðiþjóðirnar sér sjálfar kvóta hver um sig og nemur heildarkvótinn 692.000 tonnum á árinu. 

Hlutdeild Íslendinga í aflanum árið 2014 verður um 60 þúsund tonn (14,51%), miðað við að ráðgjöfinni sé fylgt. Til samanburðar var hlutdeild Íslands 90 þúsund tonn árið 2013

Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar.