mánudagur, 16. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norsk makrílskip rekin út úr ESB lögsögunni

1. október 2008 kl. 16:37

Í gær rak enska strandgæslan 15 norsk makrílskip út úr ESB-lögsögunni á þeirri forsendu að veiðarnar væru bundnar tímabilum og mættu ekki hefjast fyrr en í dag.

Nokkur skipanna sem voru í miðjum köstum urðu að sleppa aflanum í hafið aftur.

Á vef Fiskeribladet/Fiskaren er haft eftir einum norsku skipstjóranna að þeir viti ekki til þess að makrílveiðar norskra skipa séu bundnar tímabilum.

Sá skilningur þeirra fékkst staðfestur hjá norsku fiskistofunni. Hún telur að um misskilning sé að ræða af hálfu ensku strandgæslunnar, sennilega vegna þess að makrílveiðar Færeyinga séu háðar slíkum skilyrðum, en þeir máttu einmitt hefja veiðarnar í dag.