laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norski kolmunnakvótinn að klárast

28. apríl 2014 kl. 10:00

Kolmunni.

Meðalverðið hefur lækkað frá því í fyrra

Norðmenn hafa nú veitt nær 95% af kolmunnakvóta sínum í ár. Aðeins er eftir að veiða 21 þúsund af kvóta ársins sem er rúm 386 þúsund tonn, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.

Meðalverðið er nú frekar í lægri kantinum eða 1,5 krónur á kíló (28 ISK). Gera má ráð fyrir að aflaverðmæti norska kolmunnakvótans gæti verið um 525 til 530 milljónir króna (um 9,9 milljarðar ISK).

Í fyrra var meðalverðið um 2 krónur á kíló og gaf um 180 þúsund tonna kvóti þá um 361 milljón í aflaverðmæti.