þriðjudagur, 18. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Norski laxinn étur 350 þús. tonn af fiskimjöli

21. mars 2009 kl. 10:30

Fóðurverksmiðjur í Noregi notuðu 350.000 tonn af fiskimjöli á síðasta ári til þess að útbúa fóður fyrir eldislax þar í landi. Meirihluti mjölsins var fluttur inn frá öðrum löndum eða 242.000 tonn. Afgangurinn kom frá fiskimjölsverksmiðjum í Noregi.

Ísland er annar stærsti innflytjandinn mjöls til laxeldis í Noregi með rúmlega 69.000 tonn af mjöli á síðasta ári. Einungis Danir seldu meira mjöl til Noregs eða 72.000 tonn. Aðrir stórir innflytjendur voru Perú (56.000 tonn) og Chile (27.000 tonn).

Þetta kemur fram á vef IntraFish